Nú fer skipulagt skólastarf að byrja á öllum deildum eftir helgina og við bjóðum öll ný börn og aðstandendur þeirra innilega velkomin í leikskólann og alla hina velkomna aftur. Við hlökkum mikið til að vera með ykkur í vetur.
Skipulag vetrarins er að mestu tilbúið hjá deildum og verður sent út til foreldra þegar það er tilbúið. Við hvetjum ykkur til að fara vel yfir það og sömuleiðis Skóladagatal 2025--2026 sem er komið inn á heimasíðu leikskólans.
Skráningardagar og breyting á verklagsreglum leikskóla Akraneskaupsstaðar.
Minnum á eftirfarandi
Akraneskaupstaður hefur kynnt breytingar á verklagsreglum leikskóla sem miða að því að bæta starfsumhverfi, auka sveigjanleika og veita foreldrum tækifæri til að lækka leikskólagjöld verulega. Skóla- og frístundaráð hefur unnið náið með leikskólastjórum að útfærslu sem tekur mið af því að mæta þjóðfélagsbreytingum um styttingu vinnuviku starfsfólks með sem minnstri þjónustuskerðingu og fjölbreyttari afsláttarkjörum.
Breytingar á leikskólum á Akranesi í þágu barna og fjölskyldna
Foreldrahandbók á heimasíðu leikskólans.
Við hvetjum ykkur að skoða heimasíðu leikskólans og meðal annars þar inni er foreldrahandbók sem inniheldur allar helstu upplýsingar um leikskólann og starfið sem þar er unnið.
Matseðlar eru aðgengilegir bæði í fataherbergi, heimasíðu og inni á Völu.
Einnig bendum við á facebooksíður deildanna sem eru fyrir alls konar upplýsingar og tilkynningar sem þurfa að komast hratt og vel til foreldra. Þá notum við einnig skilaboð inni Völu og biðjum við ykkur um að athuga það vel.
Viðburðardagata er í öllum fataherbergjum, þar eru settar inn allskonar upplýsingar varðandi starfs á deildinni sem og í skólanum.
Foreldarfélag leikskólans er mjög virkt og það skipuleggur ýmsa viðburði fyrir börnin í leikskólanum, ásamt því að styrkja útskriftarferð elstu barna á hverju ári. Félagið sendir út greiðsluseðil í heimabanka að hausti, nú 4000.kr á heimili og er það notað í þágu barnanna. Virkt og öflugt foreldrafélag er mikill og ómetanlegur styrkur fyrir skólann. Við munum senda ykkur upplýsingar á næstu dögum um þá foreldra sem eru í stjórn foreldrafélagsins/fulltrúar ykkar.
Fatnaður og merkingar á fatnaði - til að auðvelda okkur og ykkur alla umgengni verður að merkja allan fatnað. Við biðjum líka um að börnin komi í hentugum fatnaði sem þolir alla vinnu innandyra og alla veðráttu. Föt og vettlingar eru ekki þurrkuð nema ef þarf að nota aftur e.h. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ef eitthvað hendir fatnað barnanna á meðan þau eru í skólanum er skólinn ekki skaðabótaskyldur nema starfsfólk hans sýni af sér mikla vanrækslu.
Útivera – við förum út á hverjum degi ef veður hamlar ekki, það er hluti af starfinu okkar. Það þarf ekki að kvíða útiverunni því börnin elska að vera úti og nánast alltaf er raunin sú að þau eru miklu duglegri en foreldra halda.
Vistunartíma - verður að virða og minnum á að skólinn lokar kl. 16.30. Þá skal vera búið að sækja alla. Það er ekki ásættanlegt að foreldrar sæki börn sín eftir að vinnutíma starfsmanna líkur.
Látið vita um frí – það verður að láta vita fyrir kl. 10.00 af veikindum og eða fríum barna. Það er nauðsynlegt og sjálfsögð tillitsemi fyrir eldhúsið.
Að lokum
Við vonum innilega að ykkur eigi eftir að líða vel í Vallarseli og þið eruð ávallt velkominn í leikskólann.
Við minnum á að “Orð eru til alls fyrst” um hvaðeina það sem ykkur liggur á hjarta varðandi barnið.
Kærar kveðjur
Starfsfólk leikskólans Vallarsels