Vökudagstónleikar árgangur 2018

 Í gær, fimmtudaginn 2.nóvember hélt elsti árgangur leikskólans tónleika á Vökudögum.

Tónleikarnir heppnuðust mjög vel og það eru forréttindi okkar sem vinnum með börnunu að sjá þau blómstra í því sem þau taka sér fyrir hendur.

Dagarnir fyrir tónleikana einkennast af miklum spenningi og tilhlökkun bæði hjá börnunum og ekki síður starfsfólkinu.

Á efnisskránni okkar í ár voru Eyjalögin og hafa börnin æft nokkur lög af þeim aragrúa af lögum sem hafa verið sungin á Þjóðhátíð Vestmannaeyja.

Þessir frábæru krakkar eru búnir að vera ótrúleg dugleg að æfa sig, bæði í söng og dans. Þá má ekki heldur gleyma okkar frábæra starfsfólki sem leggur sig alltaf 100% fram, hefur mikinn metnað fyrir starfinu sínu, og sinnir starfi sínum af alúð og gleði. Það er ómetanlegt að eiga slíkan fjársjóð. Það gaman að heyra og sjá börnin koma fram og það þarf hugrekki og dug til að standa á sviði og syngja, spila og dansa fyrir fullan sal af fólki og við skulum muna að það að vera með á sviðinu er stór sigur fyrir marga.

Góða skemmtun

 

Vökudagstónleikar árgangur 2018