Útskriftarferð elsta árgangs

Þriðjudaginn 9.maí fór elsti árgangur leikskólans í útskriftarferð og var ferðinni heitið til Reykjavíkur.

Krakkarnir skelltu sér í Hörpuna og sáu Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja tvo verk, annars vegar ævintýrið um Tobba túbu og hins vegar Pétur og úlfinn.

Tónlistarævintýrið um Tobba túbu hefur notið mikilla vinsælda allt frá útgáfu þess árið 1945. Í ævintýrinu um Tobba segir frá hugrakkri túbu sem þráir það heitast að fá að leika fallegar laglínur rétt eins og flauturnar og fiðlurnar í hljómsveitinni. Ævintýrið um túbuna er margrómað og hefur verið gefið út á fjölda tungumála. Ódauðlegt ævintýri um hvatningu, vináttu og traust.

Pétur og úlfurinn

Sagan er um Pétur sem býr hjá afa sínum í skóginum. Húsið er með garði í kring og fyrir utan er stórt grænt engi og enn lengra er dimmur skógur. Pétur má ekki fara út fyrir garðinn því í skóginum býr hættulegur úlfur. Pétur hlustar ekki á afa sinn og fer út fyrir hliðið og þá byrjar ævintýrið.

Eftir að hafa notið tónlistar Sinfóníuhljómsveitarinnar var haldið á Bryggjuna og fengið sér hamborgara og franskar.

Þá var farið í Hvalasafnið sem var mjög skemmtilegt og börnin höfðu mjög gaman af.