Sumarlokun Vallarsels

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Sumarlokun hefst mánudaginn 10.júlí og við opnum aftur klukkan 12.00 þriðjudaginn 8.ágúst. Við munum bjóða upp á léttan hádegismat fyrir börnin þann daginn. Fyrir hádegi þann 8.ágúst er 1/2 starfsdagur þar sem starfsmenn eru að koma leikskólanum í samt lag aftur eftir alþrif sem fara fram í sumarlokuninni. Það þarf að færa til öll leikföng og húsgögn og koma öllu á sinni rétta stað.

Börnin mæta á sínar "gömlu deildarnar" þar sem þau voru áður og færast svo yfir eftir að hafa borðað léttan hádegismat.

Eftir sumarfrí eða frá og með 9.ágúst koma þeir sem eiga tímann frá 6.45/7.30 beint inn á Velli (deildin sem er lengst til vinstri séð frá bílastæði fyrir framan leikskólann.

VIð vonum svo að öllum framkvæmdum fari að ljúka og að við getum hafið skólastarfið í Vallarseli að fullu frá september. Ég held ég geti ekki lýst tilhlökkuninni að fá salinn aftur í notkun og að allar deildar séu komnar á sinn stað eftir nærri tveggja ára samfelldar framkvæmdir innanhúss.

Sjáumst hress og kát í ágúst.

Starfsfólk leikskólans Vallarsels