Sumarlokun 2022

Kæru foreldrar og forráðamenn.
Niðurstaða liggur fyrir vegna sumarlokunar leikskólans Vallarsel fyrir sumarið 2022.
Það voru 109 svör sem bárust í þessari könnun og var tímabilið 11.júlí-8.ágúst (lokað klukkan 14.00 þann 8.júlí og opnað aftur klukkan 10.00 þann 9.ágúst) fyrir valinu
Í framhaldi af þessu verða foreldrar beðnir um að fylla út eyðublað þar sem sumarleyfi barnanna er skráð ásamt því að foreldrar elsta árgangs skrá lokadagsetningu leikskóladvalar þeirra barna. Rétt er að taka það fram að sú skráning er algjörlega bindandi þar sem sumarleyfi og aðrar fjarverur starfsmanna miðast við sumarleyfi barnanna.
 
Ef eitthvað er óljóst þá má hafa samband við deildarstjóra eða leikskólastjóra í emailið vallarsel@vallarsel.is
Bestu kveðjur
Vilborg leikskólastjóri