Sumarkveðja og fréttir af Vallarseli

Gleðilegt sumar til allra og takk innilega fyrir veturinn.

Nú fer heldur að styttast í hefðbundna starfinu okkar og við taka skemmtileg sumarverkefni.

Undanfarið hefur verið nóg að gera og framundan eru nokkrir viðburðir sem vert er að taka fram eins og útskriftarferð elsta árgangs til Reykjavíkur, árgangamót árgangs 2019-2020, Barnamenningarhátíð og margt fleira.

Útskriftarferð árgangs 2018

Það er hefð fyrir því í Vallarseli að elsti árgangur leikskólans fer í útskriftarferð til Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur verið farið í Hörpuna þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur leikið ýmis verk. Þá hefur einnig skapast sú venja að fara í Hvalasafnið og svo farið út að borða.

Dagskráin fyrir útskriftarferðina hljómar svona:

Föstudaginn 3.maí ætlum að byrja á að fara í Hvalasafnið en börnin í árgangi 2018 hafa verið að fjalla og læra um hvali í kringum Ísland. Það verður gaman að fara í safnið og sýna þeim hvalina í raunstærð.

Þegar við höfum lokið við að skoða hvalina þá förum við í Hörpuna og horfum á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands (generalprufu) sem á efnisskránni verður sagan um Eldfuglinn Hlekkur á tónleikana Eldfuglinn

Í ævintýrinu segir frá Ívani prins, sem er hugrakkur með eindæmum, og risastórum fugli sem logar í alls konar rauðum og gulum litum rétt eins og sólin sjálf hafi tekið sér bólfestu í fjöðrum hans. Eldfuglinn er eitt litríkasta hljómsveitarævintýri sem sögur fara af. Á þessum kraftmiklu tónleikum segir Halldóra Geirharðsdóttir okkur frá Eldfuglinum sem birtist í öllu sínu veldi, leyndarmálum skógarins, fjöregginu og gulleplunum. Teikningar eru eftir teiknarann Ara Yates og þær sýna Eldfuglinn dansa og svífa á milli greina töfratrjánna, verður varpað upp meðan á flutningi stendur.

Þessi viðburður er hluti af því tónlistarupppeldi sem Vallarsel er mjög stolt af í sínu starfi.

Að þessu loknu verður svo farið á Hamborgarafabrikkuna og fengið sér eitthvað gott að borða.

Það er mikill spenningur og tilhlökkun í hópnum...bæði hjá börnum og starfsfólki

Útskrift elsta árgangs úr leikskólanum Vallarsel.

Fimmtudaginn 23.maí mun árgangur 2018 útskrifast úr leikskólanum með pompi og prakt. Athöfnin mun fara fram í Tónbergi-tónlistarskóla Akraness og hefst hún klukkan 14.00.

Þar munu börnin halda tónleika fyrir gesti (fjölskyldur og ættingja), taka á móti gjöfum og setja upp útskriftarhatta. Þetta er hátíðleg stund sem við eigum saman við lok leikskólagöngu. Flests börnin munu þó ekki hætta í leikskólanum fyrr en við sumarlokun leikskólans 5.júlí. Við fáum að hafa þau aðeins lengur hjá okkur

Vortónleikar á Vallarseli

Það er okkur mikil ánægja að fara aftur af stað með Vortónleika í leikskólanum. Við höfum þurft að setja þennan mikla og skemmtilega viðburð á bið vegna covid fyrst og svo vegna framkvæmda innanhúss en nú tökum við upp þráðinn. Við bjóðum foreldrum, systkinum og ættingjum barnanna á viðkomandi deild að koma og sjá hvað börnin hafa verið að vinna að allan veturinn í tónlist. Hér fyrir neðan eru dag- og tímasetningar tónleikanna sem framundan eru. Þá eru þessi viðburðir einnig auglýstir á Viðburðardagatölum deildanna og á heimasíðu leikskólans.

Dagsetningar sem gott er að hafa í huga:

1.maí Verkalýðsdagurinn-leikskólinn lokaður

3.maí Vortónleikar á Jaðar klukkan 14:30

7.maí Vortónleikar á Stekk klukkan 14:30

8.maí Vortónleikar á Skarði klukkan 14:30

3.maí Útskriftarferð elsta árgangs

9.maí Uppstigningadagur-leikskólinn lokaður

16.maí Vortónleikar á Völlum klukkan 15.00

Vortónleikar á Hnúki verða auglýstir síðar.

20.maí Vallarsel 45 ára

20.maí Annar í Hvítasunnu-leikskólinn lokaður

23.maí Útskrift elsta árgangs í Tónbergi klukkan 14.00

Sumarkveðjur til ykkar allra frá börnum og starfsfólki í leikskólanum Vallarsel