Sæl öll. Þessi viðburður er hugsaður fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri með sérþarfir og þau sem ekki hafa fundið sig hingað til í hefðbundnu íþróttastarfi. Þennan dag munu krakkarnir fá að prófa ýmsar íþróttagreinar í samstarfi við íþróttafélög innan ÍA og ýmsa skemmtilega leiki á vegum ,,Allir með" verkefnisins. Lukkudýrið Sóli mun einnig heilsa upp á þátttakendur. Áhersla verður lögð á að hafa gaman í íþróttahúsinu og eru forráðarmenn og systkini að sjálfsögðu velkomin með. Markmiðið með Stjörnuleikunum er að reyna að ná til þessa tiltekna hóps barna, bjóða þau velkomin í húsið og íþróttastarfið og eins að svara spurningum ef á þarf að halda.