Starfsdagar 19.og 21.apríl-Leikskólinn lokaður

Sæl öll.

Framundan er náms- og kynnisferð leikskólans Vallarsel til Helsinki í Finnlandi.

Í þessari ferð munum við skoða tónlistarleikskólann Pilke päiväkoti og við fáum kynningu á hvernig unnið er með tónlist þar í daglegu starfi.

Þá munum við einnig heimsækja leikskóla sem vinnur í samvinnu við Sinfóníhljómsveit Helsinki, skoðum tónlistarefnivið-tónlistarkerruna og hvernig hún nýtist í starfinu.

Föstudagurinn verður svo nýttur til að fara á námskeið í norræna bókagleypinum og hvernig við nýtum það efni með börnum á leikskólunum.

Þetta er mikil og vel skipulögð námsferð og miklar væntingar gerðar til bæði þeirra sem taka á móti okkur sem og okkur starfsfólkið að taka sem mesta og besta þekkingu inn í okkar frábæra starf.