Söngstund á Dvalarheimilinu Höfða

Síðastliðinn fimmtudag fór árgangur 2018 í Vallarseli og söng fyrir íbúa Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða.  Þau sungu fimm lög og við mjög góðar undirtektir.  Þetta er skemmtilegt samfélagsverkefni sem gaman er að taka þátt í.

Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og var eins og þau höfðu aldrei gert neitt annað en að koma fram.

Þau eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér.