Skráningardagar í Vallarseli. Tilraunaverkefni Akraneskaupstaðar skólaárið 2023-2024

Kæru foreldrar.

Sendur hefur verið út tölvupóstur til ykkar vegna samþykktar bæjaráðs Akraneskaupsstaðar að það verði farið í tilraunaverkefni í leikskólum Akraneskaupstaðar þar sem teknir verða upp sérstakir skráningardagar. Foreldrar skrá börn sín sérstaklega ef þeir hyggjast nýta sér leikskóladvöl á skilgreindum skráningardögum. Leikskólarnir verða opnir öllum þeim sem þurfa á að halda og starfsemin sniðin að fjölda barna. Þannig er hægt að skipuleggja leikskólastarfið fyrir fram.

Skráningardagarnir eru 11 á starfsárinu; í vetrarfrí grunnskólanna í október (tveir dagar), í kringum jól og áramót (fjórir dagar), í vetrarfrí grunnskólanna í febrúar (tveir dagar) og í Dymbilviku (þrír dagar)

Ef foreldrar nýta ekki leikskólann alla 11 skráningardagana fá þeir desembermánuð gjaldfrjálsan.

Þeir foreldrar sem nýta leikskólann einhverja þessa skráningardaga fá felld niður leikskólagjöld þá daga sem börnin eru fjarverandi.

Dæmi: Ef fjarvera er sjö dagar þá fæst gjaldfrelsi fyrir sjö daga.

 

Þeir foreldrar sem nýta sér leikskóladvöl fyrir barnið alla skilgreinda skráningardaga þurfa að skrá það sérstaklega.

 

Skráningar eru bindandi og þarf að berast leikskólastjóra eigi síðar en 30. september.

Ef að barnið er ekki skráð í leikskólann skilgreinda skráningardaga er litið svo á að barnið mæti ekki í leikskólann.

Ef foreldri á fleiri en eitt barn þá þarf að skrá fyrir bæði börnin

Ef eitthvað er óskýrt þá endilega hafið samband á emailið vallarsel@vallarsel.is