Skipulagsdagur-leikskólinn lokaður

Sæl.

Við minnum á að leikskólinn er lokaður á mánudaginn 20.nóvember vegna skipulagsdags hjá starfsfólki.

Starfsfólk leikskólans mun nýta tímann til að skipuleggja vorönn, fara yfir haustið og vinnuna sem fór fram á önninni.

Þá fær starfsfólk einnig kennslu í skyndihjálp.

Sjáumst hress þriðjudaginn 21.nóvember