Skipulagsdagur í leikskólanum Vallarsel

Sæl.

Þann 22.september síðastliðinn var skipulagsdagur í leikskólanum.  

Að þessu sinni fengum við Jónínu Hauksdóttur til að koma til okkar og fræða okkur um hugmyndafræði Jákvæðs aga og hjálpa okkur áfram á þeirri vegferð að innleiða þessa hugmyndafræði inni í starfið með börnunum.

Uppeldisstefnan Jákvæður agi byggir á þeirri hugsun að horft er á orsakir hegðunar fremur en t.d. að reyna að breyta hegðuninni með umbun og refsingu eins og lengi hefur tíðkast.

Lykilorðin í Jákvæðum aga eru lífsleikni og félagsfærni.

Dagurinn var mjög góður og fræðandi og má með sanni segja að starfsfólk Vallarsels sé komið með jákvæðan aga í fingurnar.  Innleiðing heldur áfram og við munum fá Jónínu aftur til okkar í apríl 2026.  Þangað til nýtum við þau verkfæri sem Jákvæður agi gefur okkur til að byggja upp kennslu, skilning, hvatningu og samskipti.