Rokkum á Sokkum

Við fögnum fjölbreytileikanum í ósamstæðum sokkum sunnudaginn næsta, þann 21.03, en alþjóðlega Downs-daginn ber upp á sunnudag í ár. Þess vegna ákváðu starfsmenn Vallarsels að bregða á það ráð að hvetja börn og allt starfsfólk leikskólans til að klæðast litríkum og ósamstæðum sokkum í dag þann 19.mars og sína þannig stuðning við Downs-daginn.