Páskakveðja

Sæl öll.

Framundan er langt og gott páskafrí, bæði hjá börnum og starfsfólki.  Það er okkar einlæg ósk að allir geti notið frísins eins og best verður á kosið.  Eftir páskafrí verður apríl mættur í öllu sínu veldi og vonandi verður vorið komið og hitastig farið að hækka.  Það verður gott að komast úr kuldagallanum og fara í léttari fatnað í útiveru. 

Oft er gott að nota páskafríið til að yfirfara töskur barnanna.  Einhverjir hafa tekið þroskakipp í vetur og eru vaxnir upp úr fötum og skóm sem gott væri þá að endurnýja fyrir sumarið.

Við minnum einnig á viðmið um skjátíma ungra barna Skjátími ungra barna. Einnig er hérna tengill um Tengls foreldra og barna 

Að lokum óskum við ykkur gleðilegra páska og sjáumst hress og kát 3.apríl.

Bestu kveðjur

Starfsfólk leikskólans Vallarsels