Námskeið á vegum Heilsugæslu Reykjavíkur fyrir foreldra

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar er sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi og stuðst er við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir.
Lögð er áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýtir undir færni sem líkleg er til að nýtast barninu til frambúðar.
Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið byggir á Uppeldisbókinni.
Námskeiðið á að henta öllum foreldrum ungra barna, a.m.k. að sex ára aldri.
Hvert námskeið er samtals 8 klukkustundir, 2 klukkustundir í senn, alls 4 skipti.
Til að námskeiðið gagnist sem best þarf að mæta í öll fjögur skiptin.