Leikskólinn lokaður 24.október vegna kvennaverkfalls

Kæru foreldrar og forráðamenn
Eins og flestum er kunnugt hafa fjölmörg samtök kvenna og launafólks blásið til heils dags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi.
Vallarsel er fjölmennur vinnustaður og allt starfsfólk leikskólans eru konur. Allir starfsmenn leikskólans hafa upplýst stjórnendur um áhuga sinn að taka þátt og munu því leggja niður störf þennan dag.
Af þessum sökum mun allt skólastarf í Vallarseli falla niður þriðjudaginn 24. október. Þann dag ætla allar konur að sýna samstöðu og huga að jafnréttismálum á eigin heimili og í samfélaginu almennt.
Bestu kveðjur
Vilborg leikskólastjóri
 
______________________________________________________________________
Dear parents and guardians
As most people know, numerous women's and workers' organizations have called for a full-day women's strike on October 24.
Vallarsel is a busy workplace and all the nursery staff are women. All employees of the kindergarten have informed the management of their interest in participating and will therefore stop working on this day.
For this reason, all school activities in Vallarseli will be canceled on Tuesday, October 24. On that day, all women are going to show solidarity and think about issues of equality in their own homes and in society in general.
Best regards
Vilborg kindergarten director