GRÍMUSKYLDA

Kæru foreldrar Í ljósi síðustu frétta af smitum á Akranesi þá er okkur ráðlagt að setja aftur á grímuskyldu í fataherbergjum barnanna við komu og þegar sótt er í lok dags.
Við hvetjum þá foreldra sem eru að koma inn í leikskólann á skilafundi/foreldraviðtöl að bera grímur, við pössum svo uppá fjarlægðir í samtalinu.
Áhrif smita sem þegar hafa komið upp á Akranesi hafa teygt sig til okkar í Vallarsel og eru starfsmenn heima vegna smitgáttar/sóttkvíar. Fjölgi smitum og fjarverum starfsmanna þá munum við grípa til fáliðunaráætlunnar og senda börn heim. Við vonum að ekki komi til þess - pössum okkur vel. kv.Vilborg