GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 febrúar

GLITRAÐU MEÐ OKKUR 28 febrúar - Þriðjudag

😊

Okkur að benda á að félagið Einstök börn nýtir daginn 28. febrúar til að vekja athygli á sjaldgæfum sjúkdómum og heilkennum og hvetjum alla til að „glitra með okkur“ til stuðnings öllum þeim sem lifa með sjaldgæfum sjúkdómum og heilkennum.

Það sem okkur langar að felist í því er að - GLITRA sig upp þennan dag sem getur verið að klæðast einhverju glitrandi eins og glimmeri og pallíettum. Þætti okkur vænt um að sem flestir tækju þátt í þessu átaki með okkur og hefðuð þriðjudaginn 28 feb sem glitrandi dag – frábært væri að fá ljósmyndir merktuð #einstok.born eða @einstokborná Instagram eða bara merkja okkur og mynd af skólanum og segja við GLITRUM í dag.

 

Glitrið er allskonar – það vekur gleði það er litríkt og getur verið i öllum útgáfum. GLITRAÐU með okkur 28 febrúar.

Leikskólar og grunnskólar – nú er tækifæri til að föndra eitthvað glitrandi og nýta glimmerið sem er alltaf í felum og hressa upp á daginn.

 

En með þessu viljum við vekja athygli á að i félaginu okkar eru um 600 börn og ungmenni að takast á við erfiðar, fátíðar greiningar sem oft eru lítið þekktar.

 

Markmiðið með þessu verkefni er að hjálpa nánasta samfélagi barnanna að auka vitund og skilning með aðstæðum þeirra. Er það von okkar að fræðsluefnið verð nytsamleg viðbót í verkfærakistu allra skóla landsins þar sem í flestu skólum eru nemendur sem lifa með sjúkdómum og fötlunum og er þessum börnum skilningur og samkennd afar mikilvæg meðal annars til að koma í veg fyrir félagslega einangrun sem mörg börn með fatlanir og sjúkdóma upplifa.

 

Við leggjum því upp með i ár herferðina – Með fræðslu kemur skilningur – með skilningi kemur stuðningur. Það er því okkar einlæga ósk að einhverjir sýni krökkunum þetta efni og enn frekar að þið taki þátt i GLITRAÐU deginum okkar með okkur þó fyrirvarinn sé stuttur.

Ef einhverjar frekari upplýsingar vantar sem við mögulega getum veitt þá gjarnan hafa sambandvið okkur hjá einstökum börnum einstokborn@einstokborn.is