Framkvæmdir í Vallarseli

Sæl kæru foreldrar.
Eins og þið vitið þá hafa staðið yfir töluverðar framkvæmdir innanhúss í leikskólanum. Lundur hefur verið í salnum núna í góðann tíma og framkvæmdir á deildinni hafa gengið vel. Búið er að laga það sem aflaga var. Opnaðir voru veggir til að athuga hvort um myglu eða rakaskemmdir var að ræða og kom í ljós að skemmdir vegna þessa voru minni en haldið var í upphafi.
Núna eru málarar að mála alla deildina og ráðgert er að Lundur flytji tilbaka í þessi viku eða byrjun þeirrar næstu.
Í kjölfarið á því mun Stekkur færa sig yfir í salinn á meðan unnið er að frekari viðgerðum.
Það sem liggur mest á núna er að laga Jaðar og mun Jaðar því flytjast yfir á Stekk á meðan þessu stendur.
Þetta er ekki létt verk að færa til deildar þannig að allir séu ánægðir en þetta er okkar eina leið til að geta verið áfram saman í Vallarseli.
Umræðan um að fara í Skátasel hefur alveg heyrst en fyrir okkur er mikilvægara vera saman og leggjum við því meira á okkur svo að það geti orðið veruleiki.
Við munum nýta næsta starfsdag, þann 9.febrúar næstkomandi til að færa deildarnar sem þýðir að þann 10.febrúar munu börnin á Lundi "flytja heim" á sína deild, börnin á Stekk flytjast í salinn og börnin á Jaðar færast yfir á Stekk. Deildarstarfsfólk mun útskýra þetta frekar fyrir foreldrum.
Gert er ráð fyrir að það verði framkvæmdir innanhúss næstu 20 vikurnar þar sem deildarnar verða lagaðar ein af annarri. Við krossum fingur um að það gangi allt vel.
Ef einhverjar spurningar vakna varðandi þetta þá endilega hafið samband við deildarstjóra á deild barnsins ykkar.
Bestu kveðjur
Vilborg leikskólastjóri