Foreldrar barna fædd 2015-Skráning í frístund

Kæru foreldrar og forráðamenn.
Við viljum minna á að umsóknafrestur fyrir frístund næsta skólaár er til 7.júní. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir þann tíma til þess að eiga tryggt pláss á því frístundaheimili sem óskað er eftir þegar starf hefst að hausti.
Mikilvægt er að skrá barnið þó að endanlegur dvalartími liggi ekki fyrir til að hægt verði að tryggja barninu pláss.
Sótt er um rafrænt á Völu-frístund í gegnum fristund.vala.is/umsokn