Sæl.
Það er gaman að segja frá því að fimmtudaginn 15.maí og föstudaginn 16.maí fara deildarstjórarnir á Vallarseli á námskeið í Jákvæðum aga.
En hvað er jákvæður agi?
Uppeldisstefnan Jákvæður agi byggir á sjálfsstjórnarkenningum, sem fela í sér að horft er á orsakir hegðunar fremur en t.d. að reyna að breyta hegðuninni með umbun og refsingu eins og lengi hefur tíðkast. Jákvæður agi gengur út á að móta umhverfi í skólum, heimilum og vinnustöðum sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Jákvæður agi kennir félagsfærni og lífsleikni
Börn verða ábyrgðarfull ef þau fá tækifæri til að þroska félagsfærni sína í gegnum lífsleikni í andrúmslofti virðingar, góðvildar og festu. Jákvæður agi byggir á því að börn þroski og efli með sér færni í að finna lausnir og setja sér mörk í samvinnu við fullorðna.
Stefnan er sett á að innleiða eftirfarandi uppeldisstefnu inn í Vallarsel með það fyrir augum að móta umhverfi í leikskólanum sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu, öllum til farsældar, bæði börnum og starfsfólki.
Hérna er hlekkur á heimasíðu Jákvæðs aga Jákvæður agi