Breyting á starfsdegi 22.apríl

Sæl öll.
Samkvæmt skóladagatali leikskólans á að vera starfsdagur þann 22.apríl. Það hefur verið tekin ákvörðun um að fella þann dag niður, þ.e. að þann dag verður leikskólinn opinn samkvæmt venju.
Það hvernig þessi dagur verður nýttur í framhaldi kemur í ljós en hann mun að öllum líkindum nýtast starfseminni í tengslum við þær framkvæmdir sem eru framundan innanhúss vegna loftgæða eða í kringum lokun/opnun leikskólans í kringum sumarfrí. Við munum auglýsa það betur þegar nær dregur. Vonandi kemur þetta ekki að sök.
Bestu kveðjur
Vilborg Valgeirsdóttir
Leikskólastjóri