Bólusetning-örvunarskammtur

Kæru foreldrar og forráðamenn. Í dag er mjög stór hluti af starfsfólki Vallarsels að fara í bólusetningu-örvunarskammt. Við vonum að allir starfsmennirnir komi hressir úr þessari bólusetningu og enginn verði veikur eftir hana og að ekki komi til neinnar skerðingar á starfsemi á morgun. Endilega fylgist með þessari síðu og svo inni á lokuðu deildasíðunum ef til skerðingar kemur.
Bvk.Vilborg leikskólastjóri