Bleikur dagur 20.október 2023

Inntak Bleiku slaufunnar í ár er slagorðið Verum bleik - fyrir okkur öll.

Krabbamein kvenna snertir okkur öll einhvern tímann á lífsleiðinni og við getum öll lagt okkar af mörkum í baráttunni.

Að vera bleik þýðir að taka þátt í átakinu og sýna samstöðu með málstaðnum og klæðast bleiku.

Með gleði og von að vopni getum við gert kraftaverk.

Sýnileg samstaða getur flutt fjöll og breytt öllu fyrir þau sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra og því munu starfsmenn leikskólans Vallarsels klæðast bleiku og skreyta leikskólann í bleikt - fyrir okkur öll.