Bíll í lausagangi mengar

Kæru foreldrar og forráðamenn.
Að gefnu tilefni biðjum við ykkur um að drepa á bílunum á meðan þið komið/ sækið börnin í leikskólann. Eins og flestir vita valda ökutæki í lausagangi heilsuspillandi mengun. Færri vita að það er bannað samkvæmt lögum að láta kyrrstætt ökutæki ganga lengur en í örstutta stund, nema sérstaklega standi á og á það ekki við þegar um er að ræða að skutla/sækja börn í leikskólann.
Við biðlum til ökumanna að hafa ekki ökutæki í lausagangi að óþörfu.
Bkv. Börn og starfsfólk í Vallarseli