Rauður dagur og jólaball

Fimmtudaginn 14. desember verða litlu jólin og rauður dagur í skólanum. Þá væri gaman ef allir gætu mætt í betri fötunum og einhverju rauðu sé þess nokkur kostur, t.d. í rauðum sokkum eða með rauða húfu.

Í ár verður haldið jólaball í salnum eftir langa bið og góður gestur mun mæta og kíkja inn um glugga á deildum.

Við borðum svo góðann jólamat í hádeginu.