Skólastarfið

Velkomin á vef leikskólans Vallarsels

Leikskólinn Vallarsel - í skólanum eru sex deildir sem heita; Jaðar, Skarð og Vellir þar sem yngri börnin eru og Lundur, Stekkur og Hnúkur þar sem eldri börnin eru. Á leikskólanum geta verið 143 börn.

Niðurröðun á deildir fer alltaf eftir aldurssamsetningu skólans í hvert sinn. Aðaláhersluatriði í starfinu okkar eru tónlist, snemmtæk íhlutun og frjálsi leikurinn. Nánara skipulag tekur alltaf mið af aldri og þroska barnanna.

Grunntími.

Keyptur er ákveðinn tími og er mjög áríðandi að foreldrar virði þann tíma. Ekki er heimilt að selja stakt korter nema keyptar séu 8 klst eða meira.

Hefð er fyrir því að starfsfólk skrái komu– og farartíma barnanna og er það gert í í gengum skráningarkerfið Vala sem foreldrar hafa aðgang að.

Breytingar á vistunartíma eru gerðar í gegnum Völu appið  

Uppsagnarfrestur er mánuður og skal miðast við mánaðarmót.