Tónlist í Vallarseli

 

Vallarsel er tónlistarleikskóli.

                                                           

Þess vegna er tónlist aðaláhersluatriði í uppeldisstarfi okkar. Við viljum stuðla að sem mestum alhliða þroska hvers barns og notum við tónlistina sem verkfæri til þess.

 

 

Kennt er í gegnum leikinn þannig að börnin eru ekki endilega meðvituð
um að það sé verið að kenna ákveðna hluti, í stað þess upplifa þau skemmtilega
tónlistarstund.

Við virkjum sérhvern einstakling þannig að allir fái sem mest út úr hverri kennslustund.
Þjálfunin inn á deildum yfir vikuna er mjög mikilvægur þáttur í starfinu og leggur grunninn að
því að hægt sé að leggja inn nýja hluti sem byggja ofan á það sem áður var þjálfað. Í
kennslunni er m.a. unnið með námsefnið Klapp Stapp.


Samkvæmt aðalnámskrá leikskóla (1999) þarf barn að hafa aðgang að margbreytilegum
hljóðfærum og leggja ber áherslu á hljómgæði þeirra. Þegar við byrjum að leggja inn
hljóðfæravinnu er byrjað á því einfalda, eggjum og svo handtrommum og stöfum. Einnig
notum við líkamann, t.d. að slá á læri, stappa eða klappa. Eftir því sem börnin þroskast
bætast fleiri hljóðfæri við eins og tónar, tréspil, þríhorn og mörg fleiri smáhljóðfæri.


Á Vallarseli höfum við fjölda hljóðfæra og við leggjum metnað í að nota hljóðfæri, bæði stór
og smá og frá hinum ýmsu heimshornum. Við erum vel búin öllum hefðbundu Orffhljóðfærunum en kynnum einnig ukulele, gítar, bassagítar og trommusett.

 

 

 Lykilorðin í tónlistarstarfinu eru : fjölbreytni, gleði og gaman