Læsi í krafti foreldra

Á Vallarseli er mikil áhersla lögð á læsi.  Unnið er samkvæmt Læsistefnu leikskóla Akraness. Í henni eru áherslur lagðar á eftirfarandi fimm þætti:

Hlustun:Hlustun felur í sér færni í að geta staldrað við, hlustað og einbeitt sér að því að túlka
umhverfishljóð og talmál.

Orðaforði og málskilngur: Orðaforði er safn orða sem einstaklingur hefur á valdi sínu.Orðaforði er grundvallarþáttur í því
að skilja talað og ritað mál. Góður orðaforði er undirstaða lesskilnings, sem er hæfni einstaklings til að skilja og átta sig á innihaldi texta.

Máltjáning: Máltjáning er færni til að setja orð á hugsanir sínar á skipulegan hátt. Flétta þarf saman
orðaforða, málfræði og framburði til þess að úr verði ein skiljanleg heild. Máltjáningin er mikilvægur þáttur í málþróun barns og einn af undirstöðuþáttum lesskilnings.

Hljóðkerfisvitund:Hljóðkerfisvitund er tilfinning og næmi einstaklings fyrir uppbyggingu tungumáls, færnin að geta hugsað og talað um hljóðkerfi málsins. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að sterk hljóðkerfisvitund hjá börnum auðveldi börnum að læra að lesa. Góð hljóðkerfisvitund er forsenda þess að barn geti skilið tengsl á milli bókstafa og hljóða og geti lesið úr bókstafatáknum.

Stafaþekking og ritun:Einn af undirstöðuþáttum lesturs er stafaþekking. Það að hafa góða þekkingu á bókstöfum og málhljóðum þeirra er forsenda fyrir því að ná árangri í lestri. Hljóðaaðferð er lestrarkennsluaðferð þar sem bókstöfum er breytt í hljóð og orð.

Dæmi um áherslur í málörvun og læsi fyrir leikskóla.                                                      

Styðja við móðurmál allra barna.

 • Hvernig? Fánar og kveðjur á tungumáli barnanna.Sungin eru lög á tungumálum barnanna.
  Heimsóknir foreldra/lestur á móðurmáli.

Góð samvinna við foreldra um málörvun og læsi.

 • Hvernig? Foreldrar fá afhent hagnýt ráð fyrir foreldra og forráðamenn
  ungra barna við upphaf skólagöngu eða í fyrsta foreldraviðtali.
  Foreldrar fylla út spurningalista fyrir foreldra ungra barna úr bókinni
  snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna.
  TRAS skráningarlisti kynntur. Hvatt er til yndislesturs heima. Börn taka Lubba-bangsann með sér heim eina helgi og foreldrar skrá niður það sem hann gerði yfir helgina. Farið er yfir TRAS-skráningarlistann í foreldraviðtölum. Hvatt er til yndislesturs heima. Lestrarátakið Bókaormurinn virkjað sem hvetur til aukins yndislesturs heima.                                                                      Stjarna vikunnar kemur með bók að heiman til að lesa í leikskólanum.                                                                                  

Jákvæð upplifun af lestri og tjáningu

 • Hvernig? Gefa öllum börnum tíma í daglegu starfi þar sem hægt er að
  lesa fyrir þau í litlum hóp. Hafa lifandi lestur og virka hlustun að leiðarljósi.Gefa öllum börnum tíma í daglegu starfi þar sem hægt er að lesa fyrir þau í litlum hóp. Börn hvött til að standa upp og segja frá, t.d. upplifun og sögu.                                    Aukin leikræn tjáning í starfi, börnum boðið að koma með og kynna bækur sem eru svo lesnar í leikskólanum

Skimunartæki í leikskóla

 • TRAS – skráningarlisti fyrir málþroska og félagsfærni
  Hljóm-2 – metur hljóðkerfisvitund barna
  Íslenski þroskalistinn – ef grunur er um frávik
  A.E.P.S.-listinn – ef grunur er um frávik