Hreyfing

 

 

Hreyfing  barna

Dagleg hreyfing er börnum og unglingum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt, þroska og andlega vellíðan. Hreyfing við hæfi á að fela í sér skemmtilegan leik. Það skapar tækifæri til að þjálfa hreyfifærni, bæta líkamshreysti, eignast vini, auka félagslega færni, efla sjálfstraust og styrkja fjölskylduböndin. Jákvæð reynsla af hreyfingu á unga aldri eykur líkurnar á að fólk hreyfi sig á fullorðinsárum.

Hreyfing er forsenda fyrir andlegum, líkamlegum og félagslegum þroska, heilsu og vellíðan barna. Kostir þess að takmarka kyrrsetu og stunda reglulega hreyfingu í samræmi við getu sína og áhuga er ótvíræðir. Sem dæmi um ávinninginn af reglubundinni hreyfingu fyrir börn má nefna:

 • Betra þol og meiri vöðvastyrkur.
 • Minni einkenni kvíða og þunglyndis.
 • Betri beinheilsa.
 • Stuðlar að heilsusamlegu holdafari.
 • Aukin einbeiting og betri námsárangur.

 

Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og andlegri vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Veita þarf fræðslu um hreyfingu, efla hreyfifærni og skapa öruggt umhverfi sem hvetur alla til hreyfingar.

Í Vallarseli er áherslan á: 

 • Að stuðla að heilsusamlegu fæðuvali með fræðslu og góðu framboði á fjölbreyttum mat.
 • Að gefa nægan tíma til að nærast.
 • Að veita börnum tækifæri til hvíldar og slökunar.
 • Að efla sjálfsmynd barna.
 • Að skapa tækifæri til daglegrar hreyfingar.
 • Að efla færni barna í daglegri og persónulegri umhirðu.