Veikindareglur

 

 

Veikindi og fjarvera

Ef barn er veikt eða með smitsjúkdóm skal það að vera heima.

Veikist barn í skólanum er látið vita og ætlast til að barnið sé sótt.

Dagleg útivera er hluti af starfinu, en sjálfsagt er að stytta útiverutímann eftir veikindi ef nauðsyn er á.

Tveggja daga innivera, eftir mjög mikil veikindi er sjálfsögð en þó ekki nauðsynleg.

Innivera eftir magapest og önnur 1 til 2 sólarhringa veikindi er óþörf.

Sé það mat foreldra að þörf sé á lengri inniveru er álitamál hvort barnið sé fært um að taka þátt í leik-skólastarfinu.

Ef börn þurfa að vera inni um lengri tíma skal koma með vottorð og ráðleggingar frá lækni þar um.